Loading

GEKK MEÐ EIGIN HÖFUÐKÚPU Í MAGANUM

Vísbending: Hún er ekki ófrísk en í maganum á henni er að finna hluta af henni sjálfri. Ekki grænan grun? Í maga þessarar fyrrum fegurðardrottningar, Jamie Hilton, er að finna stóran hluta höfuðkúpu hennar.

Þessi frétt hefur tæknilega séð lítið með foreldrahlutverkið að gera en þar sem hún gekk með eigin höfuðkúpu í maganum má færa rök fyrir því að þessi frétt eigi heima hér. Í júní á þessu ári lenti fyrrum ungfrú Idaho, Jamie Hilton, í alvarlegu bílslysi. Hlaut hún alvarlega höfuðáverka þannig að læknarnir fjarlægðu fjórðung af höfuðkúpu hennar svo að heilinn gæti jafnað sig og bólgan minnkað. Til að höfuðkúpubrotið héldist í lagi var það sett inn í magann á henni (ekki legið) til að það héldist óskemmt. Brotið var síðan grætt aftur á þegar Jamie hafði jafnað sig nægilega mikið.

Jamie heldur úti bloggi þar sem hún fjallar um þessa reynslu sína og leyfir fólki að fylgjast með framvindu mála.

Sannarlega ótrúlega saga og falleg. Guð blessi læknavísindin!

Heimasíðu Jamie Hilton má nálgast HÉR.

X