Loading

GENGUR ILLA AÐ GANGA SAMAN?

Allar höfum við séð myndir af ofurfyrirsætum sem trítla út af fæðingardeildinni – glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Skiljanlega veldur það okkur hinum, sem erum ekki svo genalega heppnar, töluverðum vonbrigðum þegar sú bitra staðreynd rennur upp fyrir okkur að það tekur tíma að ganga saman á ný eftir meðgöngu og fæðingu.

Flestar ná sér þó á nokkrum vikum eða mánuðum… en svo eru það hinar sem bara ganga ekki saman. Við rákumst á frábæra síðu hjá einkaþjálfaranum Wendy sem sérhæfir sig í að koma líkamanum í form eftir fæðingu. Kerfið heitir MuTu og vísar það til Mummy Tummy – eða Mömmu Magi eins og það kallast á íslensku. Hún útskýrir (með skýrirngarmynd og öllu – sjá hér að ofan) hvað veldur því að við göngum ekki almennilega saman og fullvissar okkur um að það sé hægt að laga þetta.

Við skorum að sjálfsögðu á einhvern íslenskan einkaþjálfara að taka þetta til sín og bjóða upp á sérstaka mömmuþjálfun þar sem gagngert er einblínt á þetta vandræðasvæði.

HÉR má sjá heimasíðuna sem vitnað er til.

X