Loading

Gerber-barnið 2017 valið

Árlega stndur bandaríska fyrirtækið Gerber fyrir vali á barni ársins. Þetta kann að hljóma einkennilega en er það í raun alls ekki. Vörumerki fyrirtækisins er nefnilega barnsandlit sem hefur fyrir lifandis löngu öðlast heimsfrægð og ætti að vera flestum jarðarbúum kunnugt. Stúlkan sem prýðir vörumerkisins fagnaði 90 ára afmæli árið 2010 og henni til heiðurs ákvað fyrirtækið að velja barn ársins.

Í ár voru yfir 110 þúsund myndir sendar inn og það var hjartaknúsarinn Riley sem að þessu sinni var valinn. Hann fær 50 þúsund dollara í verðlaun ásamt vöruinneign að verðmæti 1500 dollara.

Foreldrar hans eru himinlifandi með þetta og ætla að nota peninginn til að setja á stofn sjóð fyrir hann til að borga fyrir háskólanám hans í framtíðinni.

Aðstandendur keppninnar vilja ítreka að ekki er um fegurðarsamkeppni að ræða að neinu leiti. Þau hafi valið Riley vegna þess að hann var með svo sniðugan svip á sér og fangaði athyglina vel.

X