Loading

GERÐU MÁLTÍÐINA SKEMMTILEGRI

Fyrir foreldra með ótrúlegan metnað er ekki úr vegi að föndra svona brauðsneiðar ofan í ungana – sérstaklega ef þau eru matvönd. Það var Himnesk hollusta hennar Súper-Sollu sem deildi þessari mynd en þar sem á henni er að finna unnið álegg fullyrðum við að uppruni hennar sé annar. Við vitum þó ekki hver og stelum þessu því miskunnarlaust og deilum með ykkur snillingunum.

Vonum að okkur verði fyrirgefið… en ef þið ætlið að leika þetta eftir þá hvetjum við ykkur eindregið til að senda okkur mynd!

grænmeti

X