Loading

Gifti sig fimm tímum eftir fæðingu

Þessi fyrirsögn hljómar hálf ótrúlega en er sönn engu að síður. Jael og John voru löngu búin að ákveða að gifta sig þann 29. júlí. Parið átti von á sínu fyrsta barni þann 16. september og búið var að plana heljarinnar veislu með öllu tilheyrandi. En stundum breytast áætlanir fólks svo um mundar og þann 25. júlí var Jael lögð inn á sjúkrahús þar sem fæðing var farin af stað.

Læknunum tókst að stöðva fæðinguna en ljóst var að Jael var ekki á leiðinni í draumabrúðkaupið sitt sem átti að halda fjórum dögum síðar. Þau ákváðu því að færa brúðkaupið og halda það í garði sjúkrahússins. Öllum áætlunum var breytt í snarhasti sem tókst merkilega vel en þá gerðist hið óvænta. Að morgni brúðkaupsdagsins fór xx aftur af stað og í þetta sinn var engu tauti komið við þá litlu – hún skyldi mæta í brúðkaup foreldra sinna.

Fæðingin gekk vel og var litla stúlkan nefnd Briar – í höfuðið á Áróru prinsessu sem heitir víst Briar Rose. En hvað um það… Jael var staðráðin í að láta smáatriðið eins og fæðingu ekki hafa áhrif á sig og fimm tímum eftir að Briar fæddist gekk móðir hennar upp altarið og gifti sig.

Brúðkaupið gekk vel og eru hjónin afskaplega sátt við hvernig tiltókst. Aðspurð sögðu þau að þetta væri gott dæmi um hversu vel þau ynnu saman og hversu góð þau væru að aðlaga sig óvæntum aðstæðum.

Við getum ekki annað en tekið undir það og óskum þeim til hamingju!

Heimild: Babble.

X