Loading

GJÖF DAGSINS: BÓKIN BARNIÐ OG UPPVAXTARÁRIN

Gjöf dagsins er ekki af verri endanum en það er bókin Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu!

Hvernig kemst maður í pottinn?

Til að komast í pottinn þarftu að deila þessum pósti (ef þú vildir vera svo væn – annars bara ekki) og skrá þig á póstlistann okkar. Skráningin er algjörlega sársaukalaus og þá færðu sent fréttabréfið okkar sem verður klárlega með þeim svalari í bænum – og nytsamlegri. Þar verður að finna samansafn af því áhugaverðasta sem er að finna á vefnum hverju sinni, viðburðadagatal, góð tilboð og sitthvað annað sem telst nytsamlegt og skemmtilegt.

Það besta er að það er ekkert mál að skrá sig – og enn minna mál að afskrá sig ef þú skyldir einhverra hluta vegna ekki vilja fá póst frá okkur…

Það eina sem þú þarft að gera er að skrá netfangið þitt hér til hliðar og staðfesta skráninguna þegar þú færð þar til gerðan tölvupóst. Svo er bara að bíða eftir að fréttabréfin týnist inn eitt af öðru, sneisafull af skemmtilegheitum og tilboðum.

Um bókina:

Sjálfshjálparbækurnar sem nú þegar eru komnar út eru Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu og Meðganga og fæðing með hómópatíu. Þess má geta að hómópatía vinnur ávallt með einkenni og hvernig þau hafa áhrif á þann sem þau sýna, því geta báðar þessar bækur hentað öllum, óháð aldri eða kyni.

Það er ósk þeirra Guðnýjar Óskar og Önnu Birnu að með útgáfu bókanna haldi þessi aldagamla, milda náttúrumeðferð, sem hómópatían er, áfram að vaxa og dafna meðal íslendinga nútímans um ókomna framtíð.

Barnið og uppvaxtarárin er frábær bók fyrir allt fjölskyldufólk sem vill fræðast um og nýta sér aldagamla, áhrifaríka og milda náttúrumeðferð. Í bókinni er tekið á rúmlega þrjátíu atriðum sem upp geta komið á uppvaxtarárum barna og hvernig má á auðveldan hátt takast á við einkenni þeirra heima við. Meðal fjölda annarra kvilla er tekið á magakrömpum, eyrnabólgum, kvefi, hósta, hita, hálsbólgu, kossageit, meltingarkvillum, undirmigu, tanntöku, vörtum, lús og njálgi. Einnig er ítarlegur kafli um Bráðahjálp, sem kemur sér vel á ferðalögum og ef um minniháttar slys er að ræða. Í seinni hluta bókarinnar eru settar upp aðgengilegar samanburðartöflur sem auðvelda val á milli remedía eftir þeim einkennum sem eiga við í hverju tilfelli fyrir sig.

Meðganga og fæðing er ómissandi fyrir allar þær konur sem vilja taka meiri ábyrgð á eigin heilsu á mildan og áhrifaríkan hátt. Í þessari bók er tekið á mörgum af þeim kvillum sem konur geta þurft að takast á við á meðgöngu, í fæðingarferlinu sjálfu og fyrstu dagana eftir að hún hefur eignast barn. Má til dæmis nefna morgunógleði, bjúg, meltingarójafnvægi, sinadrætti, bakverki, gyllinæð, fæðingarþunglyndi, brjóstabólgu, þvagteppu, ásamt fjölda annarra kvilla sem teknir eru fyrir. Það er val hverrar konu hvernig hún vill takast á við líðan sína á meðgöngunni. Hómópatía er kostur sem vert er að kynna sér.

Bækurnar Barnið og uppvaxtarárin og Meðganga og fæðing fást einnig í vefverslun htveir.is.

X