Loading

GJÖF DAGSINS – BÓKIN „ÉG GET ÞAД

Þar sem það er sunnudagur er ekki seinna vænna en að gefa eitthvað skemmtilegt. Við ætlum jafnframt að vera dugleg við það á næstunni þannig að það er um að gera að fylgjast með. Það eina sem þú þarft að gera til að komast í pottinn er að skrá þig á póstlistann okkar en það er gert á þar til gerðum hnappi á heimasíðunni okkar (sjá hér til hægri – fallega túrkis blár takki).

Að þessu sinni er það bókin ÉG GET ÞAÐ en um er að ræða stórkostlega lesningu fyrir alla þá sem vilja bæta líf sitt…

UM BÓKINA:
Bókin Ég get það – Hvernig hægt er að nota staðfestingar til að breyta lífi sínu eftir Louise L. Hay er komin út hjá bókaútgáfunni Sölku. Louise L. Hay hefur gefið út fjölda bóka m.a.hafa metsölubækurnar Hjálpaðu sjálfum þér og Sjálfstyrking kvenna komið út í íslensku.

Hér talar Louise um mátt jákvæðra staðfestinga en kemur síðan að sérstökum þáttum lífsins og útskýrir hvernig hægt er að bæta heilsu, efnahag, ástalíf o.fl. með því að hafa stjórn á hugsunum sínum.

„Hvert orð sem við hugsum og segjum er staðfesting. Allt okkar innra tal, allt það sem við hugsum með sjálfum okkur, er stanslaus straumur staðfestinga. Við notum þær sérhvert augnablik hvort sem við vitum af því eða ekki. Við staðfestum og sköpum okkar eigin lífsreynslu með hverri hugsun og orði.“

Louise L. Hay er einn vinsælasti fyrirlesari og lífsráðgjafi í Bandaríkjunum. Hún hefur hjálpað fólki um allan heim að bæta lífsgildi sín og viðhorf með því að nota mátt jákvæðra staðfestinga. Bækur hennar hafa verið þýddar á 29 tungumál í 35 löndum um allan heim.

X