Loading

GNARR MÆLIR MEÐ GETNAÐARVÖRNUM

Það er alltaf fjör í borgarpólitíkinni og á fundi í gær þar sem fjárlög Reykjavíkurborgar voru rætt kvað við heldur óvenjulegan tón – að minnsta kost hvað stjórnmálamenn varðar. Var Gnarr að ræða þá miklu barnasprengingu sem hefði orðið á landinu eftir hrunið og hvernig borgaryfirvöld væru að vinna úr þeim vanda sem skapaðist í kjölfarið í dagvistunarmálum borgarinnar. Bætti hann þá við:

„…og langar mig að benda fólki á þann möguleika að nota smokkinn, getnaðarvarnir og ófrjósemisaðgerðir. Það er kannski ekki venjan að tala um getnaðarvarnir í tengslum við fjárhagsáætlun og kannski þess vegna vil ég einmitt gera það. En getnaðarvarnir og barneignir eru líka jafnréttismál og ég vil nota þetta tækifæri til að benda karlmönnum sérstaklega á að kynna sér ófrjósemisaðgerðir. Getnaðarvarnir eru mjög gjarnan til mikilla óþæginda fyrir konur og eru það jafnan þær sem taka ábyrgð enda eru það þær sem sitja uppi með afleiðingarnar. Ófrjósemisaðgerðir eða svokallaðar „herraklippingar“ eru bæði hagkvæmur og þægilegur valkostur fyrir karlmenn. En ég er nú kannski að kasta steini úr glerhúsi hér þar sem ég á sjálfur fimm börn og vind mér aftur að fjármálunum,“ sagði borgarstjórinn og brosti.

X