Loading

GO THE F©ƒ°®K TO SLEEP: MYNDBAND

Rithöfundurinn Adam Mansbach var að grínast þegar hann setti inn Facebook status hjá sér þar sem hann sagði að titill næstu barnabókar sinnar væri Go The Fuck To Sleep. Statusinn var skrifaður í miðri rimmu við tveggja ára dóttur hans, Vivien, sem harðneitaði að fara að sofa. Viðbrögðin létu hins vegar ekki á sér standa og í kjölfarið ákvað hann að láta statusinn verða að veruleika.

Vinur hans, Ricardo Cortés, myndskreytti bókina og lítil útgáfa gaf hana út. Búist var við að bókin myndi seljast í litlu upplagi en þess í stað rauk hún upp metsölulista Amazon og hefur notið gríðarlegra vinsælda síðan.

Steininn tók svo úr þegar stórleikarinn Samuel L. Jackson las bókina inn með sinni ótrúlegu rödd og verður ekki annað sagt en að útkoman sé bráðfyndin og ættu flestir foreldrar að geta sett sig í spor sögumannsins.

Það skal þó skýrt tekið fram að bókin er ALLS EKKI ætluð börnum…

X