Loading

GÓÐ RÁÐ ÞEGAR VELJA Á LEIKFÖNG

Reglur um leikfangaframleiðslu eru mjög strangar en þrátt fyrir það innihalda sum leikföng efni sem geta verið hættuleg bæði heilsu barnsins og umhverfinu. Flest leikföng á heimsmarkaði í dag eru framleidd í Asíu og um 80% af leikföngum í íslenskum verslunum eru framleidd í Kína. Á þessum mörkuðum ríkir mikil samkeppni og fara sumir framleiðendur ekki eftir settum reglum um efnainnihald. Því finnast reglulega leikföng á markaði sem innihalda of mikið af varasömum efnum eins og t.d. þalötum og þungmálmum.

Hættan á heilsutjóni er mest ef varan er notuð á rangan hátt, t.d. ef barn borðar eða sýgur slíka hluti

Góð ráð þegar velja á leikfang

* Ekki kaupa leikföng með sterka lykt því ilmefnin geta valdið ofnæmi
* Veldu CE merkt leikfang en það þýðir að framleiðandinn er að uppfylla grunnkröfur Evrópu
* Gott er að þvo leikföng upp úr í heitu vatni og mörg leikföng passa jafnvel í uppþvottavélina, þannig er hægt að lágmarka áhrif innihaldsefnanna á barnið
* Forðastu að kaupa óvönduð leikföng eða eftirlíkingar. Þó þau séu oftast ódýrari þá eyðileggjast þau fljótt og enda í ruslinu.
* Neytendastofa upplýsir reglulega á heimasíðu sinni um hættulegar vörur á markaði í Evrópu, þar á meðal leikföng.

Heimild: Umhverfisstofnun (Tekið af heimasíðu Umhverfisstofnunar með góðfúslegu leyfi)
Mynd: iStock

X