Loading

Góðar fréttir fyrir þumalsugur og naglbíta

Hver hefði trúað því að það vísindamenn fyndu eitthvað jákvætt við það að sjúga þumla eða naga neglur? Á dögunum birtist grein í bandaríska blaðinu Pediatrics sem fjallar um hið stórskemmtilega svið barnalækninga. Þar fullyrða vísindamenn eftir miklar athuganir að börn sem sjúga fingur og naga neglur fái síður ákveðnar tegundir ofnæma. Kenningin er að öll sú sýklaflóra sem ratar upp í barnið dragi úr líkum þess að barnið fái ofnæmi fyrir grasi, dýrum eða ryki (rykmaurum). Í ljós kom að þetta var að nokkuð rétt en nánar má lesa um niðurstöður rannsóknarinnar hér.
Þetta eru að sjálfsögðu frábærar fréttir fyrir örvæntingafulla foreldra barna með hálfnagaða fingur en ekki er þó mælst til þess að foreldrar hvetji börn sín sérstaklega til þess að leggja þessa sýklavænu iðju fyrir sig.

X