Loading

GOÐSAGNIR UM FÆÐINGAR

Bíómyndafæðingar eru bull. Hver kannast ekki við atburðarrásina þar sem vatnið fer, brunað er upp á spítala, tuttugu mínútum seinna rembist konan oggulítið og þá mætir í heiminn fallegt og hreint barn sem fer strax í faðm foreldranna, vafið í hreint teppi og tilbúið að takast á við lífið.

Raunveruleikinn gæti ekki verið fjarri lagi. Hver fæðing er einstök og oftast taka þær langan tíma, sjaldnast þarf að æða í óðagoti upp á spítala, vatnið fer oftast þegar fæðingin er komin af stað og það þarf víst að fæða fylgjuna líka!

Sett dagsetning stenst sjaldnast. Einungis 4% kvenna fæða á settum degi sem er einn stór bömmer (fyrir skipulagsfíkla). Eðlileg meðganga telst frá 37 til 42 viku og allt innan þess tímaramma telst eðlilegt. Skekkjumörkin eru því mikil – sérstaklega þegar meðgangan er orðin 42 vikur og hin verðandi móðir hefur ekki getað klætt sig sjálf í sokka svo vikum skiptir.

Hríðir eru ekki einn samfelldur stormur. Fæðingarferlið er eins og felst í orðinu: Ferli. Því er skipt upp í þrjú stig og það er yfirleitt fyrsta stigið sem tekur lengstan tíma en það er útvíkkunin sjálf. Þá er líkaminn að undirbúa sig fyrir að koma barninu út en þegar því ferli er lokið hefst annað stig fæðingarinnar sem er sjálf fæðingin! Þriðja stigið er síðan fylgjufæðingin.

Mænudeyfing er ekki eina verkjalyfið sem er í boði. Ýmsar aðrar leiðir eru í boði, bæði náttúrulegar og lyf. Heitir pottar, nálastungur, glaðloft og ýmislegt annað er í boði. Kynnið ykkur því vel hvað er í boði!

X