Loading

Góðu og slæmu hliðar foreldrahlutverksins

Það er alltaf ótrúlega hvetjandi þegar mæður stíga fram og svipta hulunni af leyndardómum foreldrahlutverksins – þá sérstaklega mæður og þeirra þátt sem er svo líkamlegur en oft er lítið talað um. Að minnsta kosti er það víða þannig og Stella Gomez ákvað að birta þessa mynd á Instagram ásamt áhrifamikilli hugleiðingu um móðurhlutverkið og allar hliðar þess. Við snöruðum færlsunni yfir á íslensku og birtum hér með. Orð hennar eiga vel við.

„Ég hef velt því fram og til baka hvort ég eigi að birta þessa mynd. Þetta er ekki beinlínis besta myndin af mér en það býr meira að baki því þetta er ekki bara mynd. Meðganga og fæðing eru ótrúleg ferli og foreldrahlutverkið er ótrúlega gefandi en öll þessi fegurð á sér aðra hlið sem enginn virðist tala um og ég skil það ekki.

Það eru svo miklar væntingar gerðar en samt virðist enginn spá í hvað þegar er búið að leggja á sig við að ganga með barnið og fæða það. Líkamlega, andlega og tilfinningalega. Og já, maður lítur ennþá út fyrir að vera ófrískur eftir að barnið fæðist. Nei, gömlu fötin þín passa ekki strax og fyrir sumar okkar þá já, þessi slitför eru ekki á förum.

Þannig að þið sjáið að þetta er MIKLU meira en bara mynd og örin sem þið sjáið á myndinni rista dýpra en þig grunar. Þetta snýst um að aðlagast nýju hlutverki, þetta snýst um að læra hvernig á að ala upp barn, hvernig á að gera alla þessa hluti sem þú hefur aldrei gert áður. Þetta snýst um hvernig það er að vera nýorðin móðir og reyna að bresta ekki sjálf í grát í hvert skipti sem þú hefur ekki hugmynd um af hverju barnið þitt grætur.

Þetta er fyrir slæmu dagana og öll skiptin sem maður brotnar niður.

Þetta er fyrir að reyna, fyrir að gera þitt besta, fyrir að leggja hart að þér og fyrir að setja sjálfa þig í síðasta sætið svo að barnið þitt sé örugglega í því fyrsta. Þetta er fyrir foreldrahlutverkið – og allt það góða og slæma sem fylgir því. Og ég tek því fagnandi. Öllum áskorununum því þetta mun líða hjá og leiðin liggur bara upp á við.

Þegar barn fæðist verður til móðir og það er lifstíðar lærdómur fólginn í því.

Þannig að allar mömmur þarna úti sem eruð að kljást við eitthvað, sama hvað það er, ég sendi ykkur kveðjur mínar fyrir að sinna ERFIÐASTA starfinu, eigandi alltaf bros handa litla barninu ykkar.

Húrra fyrir okkur.”

I keep going back & forth on whether or not I should post this picture. It isn’t the most flattering of photos, heck it isn’t flattering at all. But there is more than meets the eye and this is more than just a photo. Pregnancy & Birthing truly is a wonderful thing and Motherhood is simply the most rewarding however there is the other side of all this beauty that no one really talks about and I am not sure why. There are SO many expectations as a (new) mom yet we barely take into consideration everything that a woman goes through from pregnancy to giving birth to becoming a Mother. Physical, mental and emotional. Yes, you’ll still look pregnant right after giving birth – No, your old clothes won’t fit right away and for some of us – Yes, we get these marks that are here to stay. But see, this is FAR more than just a photo and these marks go deeper than you think. This is about adjusting into a new role, it’s about figuring out how to raise a child, how to do all these things you’ve never done before. This is about how to be a new Mom without crying every second that you can’t figure out why your baby is crying. This for those bad days and breaking down. This is for trying, for dedicating, for working hard and for putting myself last just so I could put her first. This is for Motherhood – the good, the bad & the ugly. And I embrace it. All of it. Cause this too shall pass and the only way to go from here is up. When a baby is born, so is a Mother and with it is a lifetime of lessons. So to all the Moms out there going through their own struggles, whatever it may be, kudos to you for doing THE hardest job there is while still able to manage a smile just for your little ones. Here’s to us! ✨???? #thisissomerealshit #raw #uncensored #motherhood #birthing #pregnancy #postpartum #postpartumdepression #stayingstrong #love #babies #breastfeeding #normalizebreastfeeding #tigerstripes #shareyourstripes #proud (THANK YOU @alexandrabrea_ for the huge inspiration ❤️)

A photo posted by Stella (@stellaaamarie) on

X