Loading

GÓMSÆTIR ÁVAXTAPINNAR

Það kannast orðið margir við CakePops – eða kökupinna en þar er búin til kökukúla, hún sett á prik og dýft í súkkulaði. Við rákumst á þessa snilld og erum ekki frá því að þetta sé málið í næsta afmæli. Hér er búið að skera niður ávexti, setja á prik og dýfa í súkkulaði. Best er að stinga ávöxtunum í frysti áður en þeir eru settir á spjótið og hjúpaðir. Og – svo mælum við að sjálfsögðu með 70% súkkulaði. Það er hollara!

Heimild: Mr.ErkanTORUNNN

X