Loading

GRÉT ÞEGAR HANN HEYRÐI RÖDD FORELDRA SINNA Í FYRSTA SKIPTI

Sjö ára drengur frá Guatemala, Jenri Rivera, gekkst á dögunum undir aðgerð á eyra til að fá aftur heyrnina. Í þessu myndbandi má sjá gleði hans og geðshræringu þegar að hann heyrir rödd foreldra sinna í fyrsta skipti.

Það var í gegnum góðgerðasamtökin Ray of Hope Medical Missions að Jenri fór í aðgerðina en hún var framkvæmd í Bandaríkjunum. Fyrir fjórum árum síðan kynntist hann sjálfboðaliða að nafni Erin Van Oordt sem að tók ástfóstri við drenginn og það var fyrir hennar tilstilli að aðgerðin var framkvæmd.

Falleg saga…

Nánar má lesa um málið HÉR.

Heimild: The Daily Mail og Wane.com

X