Loading

HANNAR DOWNS-DÚKKUR

Hannah Feda var níu ára gömul þegar henni varð á orði að enginn dúkka í bæklingnum væri eins og hún. Móðir hennar, Connie Feda, tók þetta virkilega nærri sér enda Hannah með Downs heilkenni.

Hún ákvað því að taka málið í sínar hendur og er nú búin að breyta litlu verkefni yfir í „alvöru” fyrirtæki. Fleiri Downs dúkkur eru til á markaðinum en engin þó eins og dúkkan hennar Hannah.

„Fyrir mig skipti það öllu máli að Hannah sjái sjálfa sig í dúkkunni,” segir Connie en dúkkurnar hennar kallast Dolls for Downs og hægt er að skoða Facebook síðu hennar HÉR.

X