Loading

HEIMA HJÁ CHRISTIANE LEMIEUX

Það er alltaf gaman að skyggnast inn á falleg heimili – sérstaklega þegar búið er að eyða góðum tíma í að stíllisera myndirnar og vinna þær nægilega svo að allt virðist fullkomið. En munið að það er það sjaldnast! Þetta fagra heimili er í eigu Christiane Lemieux sem er aðalhönnuður og eigandi DwellStudio sem er sannast sagna alveg hrikalega smart fyrirtæki sem framleiðir húsgögn, vefnaðarvöru og annað í húsbúnaðargeiranum.

Sjálf segir Christiane að hennar helstu leynitrix séu að sætta sig við eigin ófullkomleika, eyða eins miklum tíma og hún getur með börnunum og borða alltaf kvöldmat saman (eða oftast).

Fallegar myndir sem að allir fagurkerar ættu að hafa gaman af því að dást að.

Heimild: TheGlow.com

Heimasíða DwellStudio: DwellStudio.com

X