Loading

HEIMAGERÐUR GLAMÚR

Veggfóður geta verið dýr en smartheit þurfa hins vegar ekki að kosta krónu. Það eina sem þú þarft til að framkvæma þessa snilld er góður tússpenni og smá teiknihæfileikar. Hugmyndin er fengin frá Joyce hótelinu í París en þar eru veggskreytingarnar ótrúlega fallegar – og ótrúlega ódýrar.
Hér er einfaldlega búið að teikna á veggina… einfaldara gæti það ekki verið – eða þannig en ef þig langar að framkvæma þessa snilld en kannt ekki að teikna er hægt að múta fjölskylduteiknaranum eða drátthaga vininum með einhverju góðgæti og njóta síðan afrakstursins. Okkur finnst þetta allavega argasta snilld.

Heimild og ljósmyndir: Joyce Hotel

X