Loading

HEIMATILBÚIN KREM

Heimatilbúin krem eru eitt það allra sniðugasta sem hægt er að dunda sér við í skammdeginu. Hér kemur þrennt til. Í fyrsta lagi eru heimatilbúnu vörurnar mun hagkvæmari en þær keyptu, í öðru lagi ertu með öll innihaldsefnin á hreinu og því ekki að sulla neinum kemískum parabenum og vitleysu á líkama þinn. Í þriðja lagi eru heimatilbúnu kremin sniðug gjöf. Fallegar krukkur koma þar sterkar inn – og því ekki að setja saman heimatilbúið krem, andlitsskrúbb, baðolíu eða eitthvað á þá vegu. Jólagjöfin í ár – engin spurning. Við rákumst á dásamlega síðu þar sem er að finna urmul áhugaverðra uppskrifta. Síðan heitir seidkona.123.is og þar er að finna einstaka fjársjóð. Við stálumst til að birta þessa uppskrift þar sem hún er svo óborganlega girnileg en slóðin inn á Seiðkonuna er hér.

Morgunfrúarkrem (andlitskrem)

Innihald:

* 30 ml morgunfrúarolía (calendula)
* 5-7 gr bývax
* 6 dropar german chamomile ilmkjarnaolía
* 4 dropar lavender ilmkjarnaolía

Aðferð:

* Olían og bývaxið brætt saman.
* Tekið af hitanum og ilmkjarnaolíunum bætt út í.
* Sett á krukku.

Mjög einfalt og þægilegt krem að útbúa, má skipta út ilmkjarnaoliunum eftir smekk og sleppa bývaxinu eða breyta magninu eftir þörfum.

Heimild: Seiðkonan – www.seidkona.123.is
Ljósmynd: iStock

X