Loading

Heitustu barnaherbergjatrendin!

Barnaherbergi þurfa ekki að vera flókin. Málning gerir kraftaverk og svo litlar hlýlegar lausnir á borð við mottur/teppi, lampa, kósíheit og annað sem gera kraftaverk. Það hefur verið vinsælt undanfarin ár að mála á veggi alls kyns mynstur og það er bæði ódýr og falleg lausn.

Kojur spara mikið pláss og það er sérlega sniðugt að byggja sínar eigin kojur og gera eitthvað meira úr þeim eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Við tókum saman nokkrar myndir af barnaherbergjum sem öll eiga það sameiginlegt að vera gullfalleg.

Myndirnar eru allar fengnar af Pinterest.

Þetta kallast metnaður. Það er meira að segja búið að spreyja körfur, haldföng og hnappa í brass/kopar.

Þetta er brjálæðislega snjallt. Búið að búa til vélmenni úr fremur óspennandi ljósarofa.

Þetta er mjög einfalt en gagnlegt. Búið er að setja hirslur bak við rúmið og í grunninn eru þetta Ikea mublur sem búið er að smíða ramma í kringum. Bakgrunnirinn setur sterkan svip.

Þetta veggfður… og þessar hillur. Skotheld litapalletta og mikið hérna frá Ferm Lifing. Sjáið hvernig búið er að smíða ofan á hurðina til að vera í stíl við hillurnar.

Guðdómlegur myndaveggur. Svartir einfaldir rammar. Sambærilegir rammar eru til í Ikea og heita Strömby. Eins eru svipaðir til í Ilva og Habitat.

Við elskum sérsmíði og hér hefur hugarflugið fengið að njóta sín. Herbergið er sérlega vel heppnað og greinilegt að það fer vel um íbúa þess. Það er meira að segja róla í herberginu og takið eftir gólfteppinu en margir eru farnir að setja gólfteppi á barnaherbergi. Þá mælum við að sjálfsögðu með teppaflísum úr Stepp eða sambærilegar flísar sem eru sniðugar og færanlegar.

Einfalt og fallegt.

Þetta er snjallt – eiginlega svo snjallt að við eigum ekki til orð. Sjáið hvernig búið er að afmarka efri kojuna með málningu sem gerir hana algjörlega einstaka. Takið líka eftir sökklinum á hinu rúminu sem er úr gleri eða plexigleri.

Ein af okkar uppáhalds Ikea mublum. Búið að taka hana í gegn og pimpa smá.

Hver elskar ekki útilegustemningu heima. Þetta rúm er eitt af okkar uppáhalds og takið eftir gestarúminu sem er undir því.

Stílhreint, flott og módernískt. Elskum þetta.

Hér fer hjartað að slá enda er þetta veggfóður eitt af okkar uppáhalds. Það kostar reyndar frekar mikið en sjáið hvað þetta er snjallt og fallegt.

Fyrirmyndarsmíði.

Vel heppnuð litapalletta og einfalt mynstur á vegginn. Þetta ættu flestir að ráða við. Ef þið eruð að nota máningarlímband er gott að lakka kantana á því með vatnslakki til að tryggja að það verði ekkert smit.

Þetta er glæsilegt svo að ekki sé meira sagt.

Dökkmálaður veggur, gólfteppi og bækurnar fá að njóta sín.

Fallegt…

Ofboðslega lekkert. Hægt er að kaupa sambærileg rúm frá Ikea á Bland og annarsstaðar (Ikea eru hættir með þau). Málið í möttum lit eins og sést á myndinni.

X