Loading

HEYRNALAUS DRENGUR VERÐUR OFURHETJA

Lítill fjögurra ára drengur fékk á dögunum ósk sína uppfyllta þegar að teiknimyndarisinn Marvel teiknaði handa honum ofurhetju byggða á honum sjálfum.

Forsaga málsins er sú að Anthony Smith fæddist meðal annars heyrnalaus út af genagalla sem veldur ýmsum vandkvæðum. Fyrir vikið þarf hann að vera með heyrnatæki sem hann hefur kallað Blue ears – eða Bláa eyrað. Dag einn fyrir skemmstu hætti hann að vilja nota tækið þar sem ofurhetjur notuðuð ekki slík tæki. Móðir hans var miður sín enda hafið líf Anthonys tekið gríðarlegum framförum eftir að hann hóf notkun þes. Hún sendi því teiknimyndafyrirtækinu Marvel bréf og bað um hjálp.

Marvel lét ekki sitt eftir liggja og hannaði sérstaka ofurhetju handa Anthony sem heitir Blue ears. Anthony hefur því samviskusamlega hafið notkun á heyrnatækinu á ný enda ljóst að alvöru ofurhetjur nota slíkt. Hann mætti með myndina á leikskólann sinn þar sem öll börnin eru heyrnalaus og urðu börnin skiljanlega gríðarlega ánægð með ofurhetjuna.

Hér fyrir neðan má sjá frábært myndband um þetta… spólið aðeins inn í myndbandið og þá hittið þið sjálfan Anthony… sem er vel þess virði.

X