Loading

HIMNARÍKI FYRIR NÝBAKAÐAR MÆÐUR

Auðugar asískar mæður keppast nú við að bóka sig á sérstök hótel sem ætluð eru konum sem eru nýbúnar að eignast börn.

Hótelin nefnast zuo yuezi eða hvíldarmánuðurinn og á rætur síðnar að rekja til fornalda þegar að það var til siðs að kona væri lokuð inni í ró og næði í mánuð eftir barnburð og fengi næringarríka fæðu og næga hvíld til að jafna sig eftir fæðingu og meðgöngu.

Hefðin hefur viðhaldist í ýmsum myndum í gegnum aldirnar en nú spretta þessi hvíldarhótel upp í Kína, Hong Kong og Taivan. Hótelin eru öll glæsileg og sérstaklega hönnuð til að nýbakaðar mæður geti hvílst sem best og safnað kröftum. Matarræðið er til fyrirmyndar – einstaklega orkuríkt og hollt og vel er passað upp á að mæðurnar fái næga hvíld.

Ástæður vaxandi vinsælda slíkra hótela er talin eiga rætur sínar að rekja til breyttra búsetuhátta og fjarlægða milli fjölskyldna en hér áður fyrr var algengt að konurnar í fjölskyldunni hugsuðu hver um aðra að fæðingu lokinni og fyrst á eftir. Nú til dags eru þjóðfélögin mjög breytt og einangrunin meiri. Slík hótel séu því kærkomin lausn fyrir annasama foreldra – ekki síst þar sem faðirinn hefur ekki kost á að taka fæðingarorlof.

Heimild: Time
Ljósmynd: iStock

X