Loading

Hinn fullkomni ferðafélagi fyrir flugið

Að ferðast með börn getur verið stórkostleg skemmtun en… hún getur líka breyst í andhverfu sína á örskammri stundu. Því skiptir miklu máli áður en farð er í flug að skipuleggja sig vel og vera eins vel útbúinn og kostur er.

Oftar en ekki fylgir barninu mikill farangur og þegar maður er með kerru í ofanálag getur þetta orðið ansi erfitt. Það fannst að minnsta kosti hjónunum Josie Stockdill og Benjamin Newman. Þau gripu því til sinna ráða og hönnuðu ferðatösku með innbyggðri kerru fyrir barnið.

Þau settu verkefnið í fjármögnun inn á Kickstarter en það var skyndilega tekið úr umferð þar… sem þýðir bara að eitthvert stóru merkjanna hefur keypt höfunarréttinn af þeim. Það þýðir líka að kerru/taskan ætti að fara í sölu fljótlega.

Við fylgjumst spennt með enda erum við sjálfsagt sammála um að þetta er tímamóta uppfinning sem mun auðvelda foreldrum ferðalög til muna.

X