Loading

HOLLRÁÐ HUGOS – BÓKIN SEM BJARGAR SAMSKIPTUM

Út er komin bókin Hollráð Hugos eftir Hugo Þórisson sálfræðing. Undirtitill bókarinnar er Hlustum á börnin okkar en markmið bókarinnar er að hjálpa foreldrum að gera samskipti við börn sín bæði uppbyggilegri og skemmtilegri. Í bókinni deilir hann reynslu sinni og úrskýrir á einlægan og líflegan hátt hugmyndir sínar um uppeldið.
Bókin hefur fengið frábærar viðtökur og greinilegt að foreldrar hafa beðið eftir bók sem þessari.
Hugo hefur starfað að málefnum barna og foreldra í yfir 30 ár. Hann hefur haldið fjöldamarga fyrirlestra og námskeið sem miða að því að fræða foreldra um samskipti þeirra við börn sín. Það er bókaútgáfan Salka sem gefur bókina út en hægt er að nálgast eintak hér.

X