Loading

Hönnuðu tæki til að bjarga börnum úr sjóðheitum bílum

Reglulega berast fregnir af því að börn hafi gleymst í bílum og dáið af völdum ofhitnunar. Yfirleitt er um að ræða skelfileg slys sem eyðileggja líf allra sem að málinu koma. Eftir að tveggja ára drengur hafi dáið af þessum völdum í nærliggjandi bæ ákváðu þeir Fadi Shamma og Jim Friedman að gera eitthvað í málinu. Þeir eru í senn nágrannar, vinir og feður og rann blóðið til skyldunnar. Annar þeirra er læknisfræðimenntaður og hinn er með verkfræðimenntun þannig að í sameiningu hönnuðu þeir og smíðuðu Sense a life sem er einfaldur búnaður sem getur bjargað mannslífum.

Búnaðurinn er þannig að minna stykkið er sett í barnastólinn og það stærra í bílstjórasætið. Ef bílstjórinn fer frá án þess að barnið fari líka pípir búnaðurinn. Ef það virkar ekki hringir hann í síma bílstjórans.

Vonast þeir félagar til að þetta verði fljótlega staðalbúnaður í alla nýja bíla sem framleiddir eru í Bandaríkjunum. Enn sem komið er einungis hægt að panta tækið en það er væntanlegt í verslanir fljótlega.

X