Loading

HREIÐURGERÐIN TEKIN Á NÆSTA STIG

Ísraelska hönnunarfyrirtækið O*GE hannaði þetta fuglahreiður sem hugsað er sem félagslegt athvarf og hugmyndasuðupott. Er það hugsað inn á súper-smart skrifstofur og svoleiðis en okkur finnst þetta eiginlega miklu heppilegra í barnaherbergi. Þetta gæti verið bæði leiksvæði og rúm, gestarúm eða orustuvöllur. Möguleikarnir eru endalausir.

Ytra lag hreiðursins er úr pappa en allt innviðið er mjúkt og þægilegt. Hægt verður að kaupa hreiðrið en verðið er enn á huldu.

Ljósmyndir: O*GE Creative Group

X