Loading

HUGMYND AÐ JÓLAKORTUM

Það er ekki seinna vænna en að fara að huga að jólakortunum í ár. Inn á babble.com var að finna þessa sniðugu samantekt á myndum sem allar eiga það sammerkt að hafa prýtt jólakort fjölskyldna. Oft þarf ekki að flækja hlutina neitt – bara smella af mynd sem er kannski óvenjulegri en tíðkast. Fyrir þá sem eiga iPhone eða annars konar snjallsíma er hægt að fá urmul skemmtilegra og ódýrra myndavélaforrita sem skila myndum eins og atvinnu ljósmyndarar myndu gera.

Hægt er að lauma myndinni inn í hefðbundið jólakort eða vera enn sniðugri og kaupa litaðan karton pappír (eða hvítan) og líma myndina á. Um er að ræða einstaklega skemmtlegt heimaföndurverkefni sem að allir í fjölskyldunni hafa gaman af að taka þátt í. Ekki er verra að skella jólaplötu á fóninn og draga fram piparkökurnar frá því í fyrra.

Fyrir lengra komna er síðan hægt að setjast niður í ró og næði og skrifa jólabréf fjölskyldunnar. Þar er stiklað á stóru í lífi fjölskyldunnar – vinum og vandamönnum til ómældrar gleði og það látið fylgja með jólakortinu.

X