Loading

Hugmyndir fyrir barnaherbergið

Barnaherbergi eru þess eðlis að það er fáránlega auðvelt að gera þau falleg – og það án mikils tilkostnaðar. Yfirleitt dugar að fjárfesta í fallegri málningu en það er oft hægara sagt en gert að finna réttu litina. Sjálf málaði ég eitt sinn herbergi dóttur minnar gult og þegar áttunda prufan var komin á vegginn var flestum heimilismeðlimum nóg boðið. En rétti liturinn fannst og það var fallega gulur Jotun litur ef ég man rétt sem heitir Gullhar og er æði.

Þess vegna gladdi það mig óheyrilega að rekast á þessar ótrúlega fallegu myndir inn á heimasíðu Sérefna sem er víst verslun með alls konar sniðugt – þar á meðal málningu. Hef ekki gerst svo fræg að fara þangað inn en er yfir mig hrifin af litapallettunum sem verið er að kynna og myndi eiginlega úrskurða að þetta væri skothelt.

Málið húsgögnin í bland við veggi og þið sjáið ótrúlegan mun. Myndirnar eru allar fengnar að láni af heimasíðu Sérefna. Vænti þess að enginn missi ekki svefn yfir því…

X