Loading

HÚMOR EÐA HRYLLINGUR?

Í Bandaríkjunum er til siðs að halda svokallað “Baby Shower” þar sem hinni verðandi móður er haldin veisla þar sem hún er hlaðin gjöfum og hamingjuóskum. Virkilega sniðugt og gerir það að verkum að það eru ekki allir að mæta í heimsókn að fæðingu lokinni. Oftast er kaka með í spilinu og til erum ýmsar útgáfur af hefðbundnum “Baby Shower” kökum en þessi er alveg splunkuný. Um er að ræða red velvet köku sem búið er að móta sem nýfætt barn. Kakan er tja… ekki fyrir alla en í ljós kom eftir að myndin fór á netið að bakarinn sem bakaði hana hafði kolsvartan húmor og hló að öllu saman og bað fólk í guðs bænum að taka þetta ekki of alvarlega…

Engu að síður… hin verðandi móðir gæti mögulega orðið fyrir sálrænu tjóni að vera látin éta „barnið” sitt svona rétt fyrir fæðingu … eða ekki …

Heimild: CakeWrecks.comX