Loading

HUNDURINN VIÐSTADDUR FÆÐINGUNA

Mikil mótmæli hafa sprottið upp eftir að kona fékk að taka hundinn sinn með sér á fæðingardeildina svo hann gæti horft á fæðinguna. Hundurinn, sem er gulur labrador, er sagður sérstakur meðferðarhundur og í umsókn konunnar áður en fæðingin fór fram kom fram að hann hafi sérlega róandi áhrif á hana.

Hafa öflug mótmæli heyrst vegna málsins, aðallega vegna hreinlætiskrafna og eins vegna fordæmisins sem að málið setur. Stjórnendur sjúkrahússins fullyrða að stofan sem að konan fæddi á hafi verið skrúbbuð hátt og lágt og að um undantekningartilfelli hafi verið að ræða þar sem hundurinn sé skilgreindur sem meðferðarhundur.

Hvað hvutti gerði síðan í fæðingunni fylgdi ekki sögunni eða hvort hann hafi gert mikið gagn…

X