Loading

HVAÐ ER ADHD?

Margir foreldrar spyrja sig sjálfsagt hvað hið margumtalaða ADHD er eiginlega. Við erum nýbúin að uppgötva Fyrirlestrar.is sem er hugverk Stefáns Karls og Steinunnar Ólínu og í eigu Regnbogabarna. Hér er það Bóas Valdórsson sálfræðingur hjá BUGL (sem að ég veit frá fyrstu hendi að er snillingur). Hann útskýrir í fyrirlestrinum fyrir okkur á mannamáli hvað ADHD er og við segjum ekki annað en takk fyrir frábæran fyrirlestur.

Um Fyrirlestrar.is:

Regnbogabörn reka forvarna- og fræðslusíðuna www.fyrirlestrar.is sem býður upp á fræðslu til allra, þeim að kostnaðarlausu.
Regnbogabörn bjóða upp á fyrirlestra fyrir skóla og fyrirtæki sé þess óskað. Vinsamlega sendið fyrirspurnir þess efnis á netfangið info@fyrirlestrar.is
Öll ráðgjafar- og viðtalsþjónusta samtakanna liggur niðri vegna fjárskorts en verður tekin upp að nýju um leið og hagur samtakanna vænkast.
Ef um alvarleg tilfelli er að ræða bendum við fólki á að hafa samband við skrifstofu okkar í síma 545-0100 milli 10 og 16 alla daga vikunnar nema sunnudaga eða senda tölvupóst á netfangið info@fyrirlestrar.is
Í þeim tilfellum þar sem um neyð er að ræða viljum við benda á hjálparsíma Rauða krossins 1717 og neyðarsíma Lögreglunnar 112.

X