Loading

HVAÐA SÓLARVÖRN BER AÐ VARAST

Nú þegar sumarið er loksins komið er ekki úr vegi að brýna fyrir foreldrum að muna eftir sólarvörninni. Húð barna er margfallt viðkvæmari fyrir sólinni og því þarf að huga vel að húð barnanna. Mikilvægt er að velja almennilega sólarvörn og fylgja leiðbeiningum um hvernig skuli nota hana. Þó skal hafa í huga að sólarvörn ein og sér ætti aldrei að vera eina sólarvörnin heldur er mikilvægt að verja húð barnsins jafnframt með fatnaði og húfum. Mikilvægt er að sólarvörnin innihaldi Sink, sé breiðvirkt, vatnshelt og sé SPF 30+ samkvæmt vefsíðu bandarísku samtakanna Environmental Working Group (EWG).

Leitaðu að þessu:

Innihald: Sink, Titanium díoxíð og Avobenzone eða Mexyrol SX.

Að vörnin sé:
Breiðvirk, vatnsheld og SPF 30+ fyrir sundlaug og sjó.

Forðastu þetta:

Innihald: Oxybenzone, A-vítamín og Viðbætt skordýravörn.

Að vörnin sé:
Í úðaformi, púður eða SPF 50+.

Hér fyrir neðan eru 10 atriði sem gott er fyrir foreldra að hafa í huga svo sumarfrí fjölskyldunnar verði sem ánægjulegast.

1. Fatnaður barnsins ætti að vera ljós því hann hitnar síður en dökkur. Þunnur bómullarklæðnaður hentar vel á sólarströnd og sólhattur er nauðsynlegur.
2. Verslið sólarvörur hér heima vegna strangari krafna um gæði.
3. Áður en haldið er af stað athugið hvort barnið hafi fengið bólusetningar samkvæmt aldri.
4. Ekki gleyma sólhlíf á kerruna,
5. Best er að taka daginn snemma á ströndinni en halda sig frá sólinni milli kl.12-16 þegar hún er sem sterkust.
6. Ef leigja á bílaleigubíl er gott að taka með sólskyggni til að festa í gluggann og panta bíl með barnabílstól með góðum fyrirvara.
7. Ekki gefa barninu ís sem tekinn er upp með kúluskeið. Oftast er ísinn í lagi en skeiðin getur hafa legið lengi í vatnsbaði og í hitanum geta örverur náð sér á strik.
8. Andlit, eyru, herðar og bak brenna auðveldlega svo notið hæstu sólarvörn á þessa staði (50-60) og sparið hana ekki. Ath: sól getur líka valdið bruna þó það sé skýjað.
9. Skolið barnið vel eftir heimsókn í sundlaugina. Í flestum sundlaugum á sólarströndum er salt og saltið ásamt sólinni brennir húð barnsins enn frekar.
10. Í hita minnkar oft matarlyst barnsins og erfitt getur verið að fá það til að borða. Passið þá upp á að það fái nóg af vökvaog gott er að gefa því afhýdda ávexti.

(Byggt á bæklingnum Með barnið í sumarfrí á sólarströnd sem gefinn er út af Heilsugæslunni)

X