Loading

HVENÆR Á AÐ KLIPPA NAFLASTRENGINN?

Hvenær á að klippa naflastrenginn er stóra spurningin. Hefð hefur verið fyrir því að klippa hann strax eftir fæðingu – eða fljótlega hið minnsta. Hér áður fyrr var það gert sem fyrst þar sem mæðurnar voru oft undir áhrifum sterkra verkjalyfja sem bárust auðveldlega yfir í líkama barnsins. Nú til dags er stemningin hins vegar önnur og oft sem konur fæða án lyfja auk þess sem lyf eru ólík þeim sem notuð voru fyrir áratugum síðan.

Nýleg sænsk rannsókn við Halland sjúkrahúsið í Halmstad sýnir fram á að sé beðið í þrjár mínútur eða lengur með að klippa strenginn dragi það verulega úr líkum þess að barnið þjáist af járnskorti fjórum mánuðum síðar.
Rannsökuð voru 334 börn sem skipt var í tvo hópa. Hjá fyrri hópnum var klippt strax á strenginn eftir fæðingu en í seinni hópnum var beðið í þrjár mínútur eða lengur. Í ljós kom að járnmagn í blóði barnanna í seinni hópnum var 45% meira þegar börnin voru fjögurra mánaða gömul.

Margir vilja meina að það liggi nákvæmlega ekkert á að klippa strenginn heldur beri að bíða og leyfa næringarríku blóðinu að fara yfir í líkama barnsins. Til eru dæmi þess erlendis að gengið sé svo langt að bíða eftir fæðingu fylgjunnar og hún tekin og allt blóð látið renna úr henni yfir í líkama barnis (heimild: Desmond Morris/Babywatching).

Nánar er hægt að kynna sér málið HÉR og HÉR.

Ljósmynd: Nurturing Hearts Birth Services.


Hér er barnið nýfætt.


Nokkrum mínútum síðar og strengurinn farinn að tæmast.


Strengurinn orðinn tómur og nú er klippt.

X