Loading

HVER ER ÞÍN AFSÖKUN?

Fitnessdrottningin Maria Kang kom heldur betur af stað fári þegar hún póstaði þessa mynd af sér á heimasíðunni sinni. Fyrirsögnin er Hver er þín afsökun? sem að vísar augljóslega til þess að allar konur sem að líta ekki út eins og Kang séu ekki að standa sig í stykkinu.

Myndin hefur eins og áður segir vakið gríðarleg viðbrögð – bæði jákvæð og neikvæð og hefur fólk tekist hatrammlega á um boðskap hennar. Margir vilja meina að orða hefði mátt auglýsinguna á heppilegri hátt en Kang sjálf tekur gagnrýninni af mestu ró og sendi meira að segja frá sér fremur einkennilega afsökun sem harla telst afsökun.

Nánar má lesa um málið HÉR og heimasíðu Mariu Kang má nálgast HÉR.

Hvað finnst ykkur – er þetta eðlileg áskorun til kvenna eða útjöskuð klisja um að allar konur verði að líta út eins og ofurfyrirsætur? Ræðið!

 

original

X