Loading

HVER MÓÐIR SKIPTIR MÁLI

Eftir að hafa nærri dáið af barnsförum hefur fyrirsætan Christy Turlington lagt sitt af mörkunum til að vekja athygli á þeim 385 þúsundum kvenna sem talið er að deyji árlega af barsnförum eða vandamálum tengdum meðgöngu.

Þann 13. maí verður haldinn hinn ógurlegi Mæðradagur í Bandaríkjunum og í tilefni þess hefur Christy búið til No Mothers Day til að vekja athygli á mæðrum og mikilvægi þeirra. Í þeim tilgangi bjó hún til myndband þar sem frægar konur koma skilaboðunum á framfæri með afar áhrifaríkum hætti. Í myndbandinu segjast þær allar ætla að halda No Mothers Day hátíðlegan á Mæðradaginn með því að afþakka gjafir, svara ekki í símann og uppfæra ekki Facebook síður sínar.

Tilgangurinn… að vekja athygli á mikilvægi mæðra með því að sýna hversu tómleg tilveran væri án þeirra.

Hægt er að skoða Facebook síðu No Mothers Day HÉR.

X