Loading

HVERNIG LÍÐUR ÞÉR KÆRA FORELDRI?

„Hvernig gengur hjá barninu, hvernig líður barninu, hvernig svaf barnið og borðaði barnið vel?”

Þetta eru helstu spurningar sem maður fær núna, allt tengd barninu. Sem er nátturlega frábært að margir séu að sýna því áhuga. En það er eins og foreldranir gleymist líka, mamman og pabbinn.

Það er núna komið eitt ár síðan við skírðum dóttur okkar, dagurin var fallegur. Áður en skírnin hófst ræddi Bjarni Prestur við okkur.

„Það er eitt sem gerist við fæðingu barns, að foreldranir gleymist, og pörin gleyma sambandinu.” Svo spurði hann okkur spurningu sem við höfðum ekki fengið í langan tíma:
„Hvernig líður ykkur?”

Ég átti langt og gott spjall við vinkonu mina sem er einnig móðir um þetta og hún var alveg sammála mér, að sjálfur foreldrið gleymist, svo er fólk stundum hissa á því þegar maður tekur sér a fog til frí, frí til að komast smá út úr húsi, eða bara frí til að fara snemma sofa og sofa út. Barnið finnur það þegar stress og pirringur er í gangi á heimilinu, sem er ekki holt fyrir það.

Að vera foreldri tekur á, að vera forledri í sambandi tekur líka á og eins með einstæða foreldra.

Stundum vill maður að það sé ekki bara spurt um barnið, stundum vill maður fá að tjá sína tilfinningu líka, hvernig mér líður, hvernig okkur líður eða bara hvernig hinni mömmuni líður.

Við erum því míður búin að gera það sem presturin sagði við okkur, að gleyma okkur, gleyma hver við vorum áður en við urðum foreldrar því míður. En auðvita ætlum við að vinna út úr því, sitjast niður saman á hverju kvöldi og spurja um tilfinningar okkar, og gera einhvað meira fyrir okkur.

Ég er alveg sú sama manneskja, vinkona mín er alveg sú sama manneskja, mamma mín er alveg sú sama manneskja. Nema eitt sem er búið að breytast að við erum stoltar mömmur, sem vilja stundum ekki að vera gleymdar.

Þess vegna finst mér langt best að tjá mínar tilfinningar með að skrifa þær niður, m.a. á mömmubloggi, dagbók eða bara tala um það í hljóði. En það ser samt líka yndislegt að fá stundum þessar spurningar frá öðrum, og fá að tjá sig augu til augu.

Ráð til ykkar verðandi foreldar eða til ykkar sem eru í þessum sporum:

Ekki gleyma ykkur, ekki gleyma hver þið voru og ekki gleyma að þið séuð líka til og þurfið að tjá ykkur.
Ef þú finnur að þú eða þið þurfið smá barnapásu þá endilega gera það, þó að það sé jú erfitt að fara frá barninu í smá tíma, en trúið mér, tveir tímar, ein kvöldstund eða jafnvel helgarfrí munar öllu. Barnið finnur þegar það er stress og þreyta inn á heimilinu sem er ekki hollt.

Vaka Dögg
– –
Ég heiti Vaka Dögg, fædd árið 1985, þann 1. mars. Eignaðist mitt fyrsta barn 11. febrúar 2011, litla hetju prinsessu. Er fiskur í stjörnumerki. Frekja, skemmtileg, ferleg, einstök, upptekin af vinum og vandamönnum og einnig hundamamma! Sé um öll heimilisverkin hér heima, svo sem næturgjafir, bleyjuskipti, týna upp og þvo óhreina sokka, setja í uppþvottavélina og stundum elda kvöldmatinn! Samt sem áður hef ég tíma fyrir Facebook og að skrifa greinar.

– –
Vilt þú deila reynslu þinni eða gerast Mömmubloggari? Sendu okkur þá post á thora@foreldrahandbokin.is.

X