Loading

Hversu öruggir eru barnabílstólar?

Hversu öruggir eru barnabílstólar og ertu að festa barnið rétt? Ertu að festa stólinn rétt? Þetta eru allt saman atriði sem skipta gríðarlegu máli enda eru bílstólar ætlaðir til að veita barninu sem mest öryggi.

Rachel McNamara er að eigin sögn með öryggi barnabílstóla á heilanum eftir að hún eignaðist þriðja barnið sitt. Hún viðurkennir að hafa lítið leitt hugann að því með eldri börnin tvö en það hafi breyst. Hún hafi dag einn verið að prófa að festa son sinn almennilega í stólinn þar hún ákvað að snúa honum á hvolf. Hugmyndin var að sjá hvort stóllinn héldi og hversu mikilvægur hann væri þegar hættulegar aðstæður sköpuðust.

Enginn flókin pæling eða ásetningur lá að baki gjörðinni en hún tók mynd og deildi á samfélagsmiðlum. Myndin hefur farið eins og eldur í sinu og vakið upp háværar og áhugaverðar spurningar um öryggi barna í bílum og hversu mikilvægt það sé að vera með góðan búnað og nota hann rétt.

Sjá færslu McNamara á Facebook.

X