Loading

Í dag hefði Lovísa auðveldlega getað dáið!

Svona hljómar upphafið á Facebook færslu Kristínar Hafsteinsdóttur sem vill koma þeim skilaboðum á framfæri að fólk passi að mokað sé frá útblástursröri bíla áður en þeir séu settir í gang. Litlu hafi mátt muna í gær þegar að dóttir hennar var hætt komin vegna útblásturs sem fór beint inn í bílinn sem var í gangi á meðan faðirinn var úti að moka.

Svona hljómar færsla Kristínar:

Maðurinn minn var að fara með krakkana út í bíl svo hann gæti sótt mig í vinnuna. Hann setur Lovísu í bílstólinn og startar bílnum á meðan strákurinn okkar er úti með honum að moka frá bílnum.
Lovísa fer að gráta svo maðurinn minn drífur sig að moka og lítur svo á Lovísu. Hún er grafkyrr í bílstólnum og með lokuð augun svo hann heldur að hún sé sofnuð.
Þegar hann opnar bílhurðina til þess að hleypa stráknum inn í bílinn kemur á móti honum útblásturslykt frá bílnum.
Þá var snjórinn búinn að loka fyrir útblásturinn á pústinu svo allt fór inn í bílinn. Hann drífur sig að Lovísu þar sem hún er orðin grá og föl í framan. Rífur hana úr bílstólnum og blæs framan í hana þar til hún rankar við sér.
Hún er í góðu lagi en passið ykkur á þessu!

X