Loading

Í heimsókn hjá hinni einu sönnu Monique Lhuillier

Monique Lhuillier er einn áhrifamesti hönnuður heims og hafa kjólar hennar prýtt rauðadregilinn oftar en tekur að nefna. Gúgglið hana bara ef þið trúið mér ekki. Lhuillier er ein þeirra fjölmörgu athafnakvenna sem prýða síðuna THE GLOW sem dregur upp einstaklega fallega mynd af móðurhlutverkinu og móðurástinni…. með gríðarlega fallegum myndum í þokkabót. Það sem er sérlega skemmtilegt er að fá að sjá heimilin sem birtast og hér sjáum við heimili Lhuillier – eða að minnsta kosti hluta þess og þá ekki síst barnaherbergin.

Sjúklega fallegar myndir svo ekki sé meira sagt…