Loading

iBABY – GRÆJA FYRIR iPHONE-AÐDÁENDUR

Hlustunargræjur fyrir börn eru þarfaþing enda er nóg af slíkum græjum í boði á markaðnum. Margar eru sniðugar – og aðrar svo sannarlega algjört rusl… en þessi græja fær prik í kladdann fyrir það eitt að heita iBaby sem er nokkuð svalt þó að tilgangurinn sé ekki alvega ljós þar sem græjan virkar betur með PC en Makka. Spes en engu að síður eru þetta ofursvöl græja og gefur foreldrum kost á að fylgjast með barninu í gegnum síman.
Til að toppa snilldina þá geta foreldrar einnig talað við börnin í gegnum græjuna og róað þannig barnið niður án þess að þurfa að standa upp – það er nú eitthvað.

Nánar má kynna sér iBaby HÉR.

X