Loading

ÍGLÓ AFSLÁTTUR FYRIR FJÖLBURA

Nú geta fjölburaforeldrar glaðst því að íslenska barnafatamerkið Ígló býðir nú fjölburaforeldrum 15% afslátt. Munar um minna en Ígló opnaði nýverið verslun í Kringlunni og er hún staðsett á neðri hæðinni – á móts við skartgripaverslunina Jens. Verslunin hefur hlotið gríðarlega góðar viðtökur og greinilegt að foreldrar kunna vel við sig í Kringlunni.

Um tilkomu fjölburaafsláttarins segir Helga Ólafsdóttir, yfirhönnuður hjá Ígló að þetta sé leið Ígló til að létta undir með fjölburafjölskyldum. „Það er dýrt að eignast fjölbura og einkum vegna þess að erfitt reynist að nýta eingöngu föt af eldri systkinum. Því viljum við hjá Ígló veita þeim fjölskyldum sem eiga fjölbura tækifæri á að versla Ígló föt á aðeins hagstæðari kjörum,” segir Helga Ólafsdóttir, yfirhönnuður hjá Ígló.

Ígló hefur verið iðið við að birta myndir af börnum í Ígló fötum og hvetja foreldra eindregið til að senda myndir. Netfangið er info@iglo.is og munu myndirnar birtast á facebook síðu Ígló.

Meðfylgjandi eru myndir af Ígló krúttunum Viggó og Fríðu 3ja ára og Grími Fannari og Fanneyju Petru 8 mánaða.

X