Loading

ÍGLÓ OPNAR Í KRINGLUNNI

Nú geta foreldrar tekið gleði sína því að íslenska fatamerkið Ígló opnar verslun í Kringlunni föstudaginn 7. september. Verður búðin sprengfull af nýju haustlínunni en auk þess verða ýmsar aðrar vörulínur á boðstólnum á borð við Ugly Dolls og Hello Kitty. Búðin verður staðsett á móti skartgripasalanum Jens á fyrstu hæð Kringlunnar.

Fyrir þá sem ekki til þekkja er Ígló íslenskt fyrirtæki sem hannar og selur barnaföt. Ígló var stofnað haustið 2008, fyrsta fatalínan kom á markað haustið 2009 og hefur fyrirtækið sent frá sér sjö fatalínur, sú nýjasta er haust og vetrarlína 2012. Stofnandi og hönnuður Ígló er Helga Ólafsdóttir. Guðrún Tinna Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Ígló. Auk þess að selja Ígló ungbarna og krakkaföt, eru skólaföt Hjallastefnunnar hönnuð og framleidd af Ígló. Þúsundir íslenskra barna klæðast því merkinu á hverjum degi í leik og starfi. Ígló hefur náð góðri fótfestu á Íslenskum markaði og á mjög tryggan viðskiptavinahóp, sem bendir til þess að almenn ánægja sé með fötin. Ígló fötin fást í ellefu verslunum hérlendis og í fjölmörgum verslunum í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og Lúxemborg. Þá eru Ígló fötin seld á vefslóðinni www.iglokids.com.

X