Loading

ÍGLÓ SLÆR Í GEGN

Forsíðustúlka danska tímaritsins Vores Born klæðist að þessu sinni fatnaði frá íslenska fatamerkinu Ígló. Að sögn Helgu Ólafsdóttur, eiganda Ígló, er um gríðarlegan heiður að ræða enda ekki á hverjum degi sem að fatnaður ratar beint á forsíðuna.

Við vissum af því að stílistinn hafði fengið föt frá okkur en ekki að þau hefðu verið notuð. Þetta er ekkert annað en frábært,

segir Helga og er skiljanlega í skýjunum með þetta.
Ígló barnafötin hafa notið gríðarlegra vinsælda hér á landi undanfarin ár auk þess sem merkið er óðum að hasla sér völl erlendis. Nánar má skoða vörur frá fyrirtækinu inn á www.iglo.is


X