Loading

IKEA TRAPPA NOTUÐ SEM LEIKBORÐ

Notagildi IKEA hluta er oft með ólíkindum og það verður að segjast eins og er að þessi útfærsla er með þeim sniðugri. Bekvam trappan hefur notið mikilla vinsælda um áraraðir og ekki að ósekju. Hana má mála eða bæsa í öllum heimsins litum og sómir hún sér vel í hvaða eldhúsi (eða öðru herbergi) sem er.

Við höfum þó aldrei séð hana notaða sem leikborð en það verður að segjast eins og er að hún sómir sér vel þannig. Eini gallinn er að handfangið er á miðju „borðinu” en þá má líma einfalda plötu yfir ef það fer eitthvað í taugarnar á fólki.

Heimild: Apartment Therapy

X