Loading

IKEA trix sem redda skipulaginu

Gott skipulag gerir lífið betra og það er fátt skemmtilegra en að búa til eitt slíkt með aðstoð IKEA. Hér má sjá nokkrar sniðugar útfærslur þar sem hlutir eru nýttir til annars en þeir voru upphaflega ætlaðir.

Sniðugt er það og gefur ykkur vonandi einhverjar sniðugar hugmyndir.

Þetta er litla furukommóðan sem allir eiga að þekkja. Buið er að stytta hana og sleppa skúffunum. Mála hvíta og segja huggulegar höldur á hliðarnar. Virkar vel inn á baði eins og sjá má.

Hér er búið að taka myndaramma hillur og nýta þær sem bókahillur. Það kemur vel út og hefur verið ansi vinsælt. Passið ykkur bara að hafa ekki opnar hillur eins og þessa beint fyrir ofan rúmin.

Þetta er snjallt. Hver kannast ekki við pokahirsluna sem nú heyrir brátt sögunni til (þ.e. þörfin fyrir pokahirslur þar svið við erum öll að leggja plastið til hliðar). Hér er hirslan nýtt undir hreinlætisdót og það virkar afar vel.

Þetta kannast sjálfsagt flestir foreldrar við og nota. Það sem ég er eiginlega mest að dást að er hvernig raðað er í boxinn. Þetta heitir metnaður.

Kryddhilla máluð og notuð undir snyrtidót. Snjallt.

Hér er búið að búa til góða hirslu undir aukaföt í forstofunni. Draumaskipulag og allir eiga sinn snaga.

Allt á einum stað.

Klassísk fjarstýringargeymsla notuð í bílinn undir liti og annað dót. Snjallt.

Tímaritabox notuð undir póst og annað.

Unglingaherbergið nýtt til hins ýtrasta. Búið er að gera veglegar hirslur undir rúminu sem margfalda allt geymslupláss og gera herbergið mjög flott.

Fyrir hina ofurskipulögðu.

X