Loading

iPHONE GRÆJA FYRIR UNGBÖRN

Leikfangaframleiðendur eru engir aukvisar þegar kemur að framleiðslu leikfanga og það nýjasta nýtt frá Fischer Price er “Apptivity” græjan ógurlega sem er hulstur utan um iPhone síma. Hægt er að hlaða niður einföldum forritum í símann ætluð eru ungbörnum – og síðan seturðu “Apptivity” græjuna yfir til að auðvelda barninu að halda á símanum, auk þess sem græjan ver símann fyrir slefi og hnjaski.

Semsagt: Hylki undir tugþúsunda tæki sem frameiðandinn fullyrðir að muni efla þroska barnsins og þjálfa fínhreyfingar þess.

X