Loading

ÍSLENSKUR KERAMIK LISTAMAÐUR SLÆR Í GEGN

Sú sem þetta ritar hefur undanfarið lesið sig í gegnum heilu bílfarmana af hönnunartímaritum enda einstakur áhugamaður um heimilisprýði og fallega hluti. Eitt nafn hefur ítrekarð rekið á fjörur hennar og það er Finnsdottir.
Eitthvað fannst mér það nú íslenskt og það þurfti ekki mikið gúggl til að sjá að snillingurnn á bak við Finnsdottir er Þóra Finnsdóttir – íslenskur keramiker – sem er að gera stórkostlega hluti. Verk eftir Þóru er að finna í nánast hverju tölublaði af danskri hönnun og verður ekki annað sagt en að verkin hennar séu dásamlega fögur.
Mér vitanlega eru þau ekki fáanleg hér á landi – en vona svo sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér.

Heimasíðan hennar er Finnsdottir.dk – og meðfylgjand eru sýnishorn af nokkrum verka hennar.

X