Loading

KAMPAVÍNSDRYKKJA BÆTIR MINNIÐ

Í frétt á Yahoo News kemur fram að nýleg rannsókn á vegum Reading háskólans hafi leitt í ljós að ákveðin efnasambönd sem er að finna í ákveðnum þrúgum af vínberjum hafi veruleg áhrif á minnið og dragi úr gleymsku.

Það var Jeremy Spencer nokkur sem stóð fyrir rannsókninni og hafði hann þetta um málið að segja:

Þessar þrúgur eru oftast notaðar í rauðvín og fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á gildi þess að drekka rauðvín í hófi fyrir heilsuna. Mig langaði því að kanna hvort þessir heilsusamlegu kostir væru líka til staðar í kampavíni.

Rauðvín ku lækka blóðþrýsting og vernda hjartað vegna efnisins flavonoid sem í því er að finna. Efnið sem finnst í kampavíni er hins vegar annars eðlis og heitir phenolic sýra og samvkæmt annarri nýlegri rannsókn hefur dagleg (og hófleg) neysla kampavíns samfellt í sex vikur mikil og góð áhrif á minni neytandans.

Þetta þýðir því kæru gleymnu mömmur sem munið varla hvað þið heitið að það er greinilega nauðsynlegt að opna eina kampavín eða svo…

X