Loading

EINSTÖK MYND AF KEISARAFÆÐINGU

Strangar reglur eru í gildi á flestum skurðstofum sem banna allar myndatökur. Það gerir það að verkum að fyrstu myndirnar af keisarabörnum eru yfirleitt ekki teknar fyrr en fjölskyldan er komin aftur inn á fæðingarstofu að aðgerð lokinni. Þetta þykir mörgum skiljanlega leiðinlegt – sérstaklega mæðrunum sem missa af öllu fjörinu – svona þannig séð.

Þessi mynd er hins vegar alveg ekta – tekin af ljósmyndaranum Pat Graham þegar sonur hans Huw fæddist.

Augnablikið er einstakt… litli drengurinn hálfur kominn út og er fagnað af einkennilegu bláklæddu fólki og skærum ljósum.

X