Loading

KERRUPÚL ER FRÁBÆR HREYFING

Leið á að hanga inni? Langar þig að komast í form en vilt ekki setja barnið í barnagæsluna? Þá er kerrupúl hin fullkomna lausn fyrir þig. Kerrupúlið er námskið fyrir foreldra þar sem börnin fá að vera með í vagni eða kerru. Kennsla fer fram þrisvar í viku og er hver tími klukkutími í senn. Hist er fyrir framan innganginn á Húsdýragarðinum í Reykjavík og þaðan er arkað af stað um Laugardalinn. Reglulega er stoppað og æfingar gerðar og miðað er við að enginn tími sé nákvæmlega eins. Kerrupúlið er því í senn holl útivera og hörkupúl. Sérstök áhersla er lögð á þá vöðvahópa sem þarfnast styrkingar eftir barnsburð. Nánar má lesa um Kerrupúlið inn á heimasíðu þess www.kerrupul.is

X